Í desember verður boðið upp á leiðsagnir í hádeginu um sýningun Ertu tilbúin frú forseti?
Hver leiðsögn fjallar um afmarkað efni tengt sýningunni. Lögð verður áhersla á umræður um viðfangsefnin hverju sinni.
Í fyrstu leiðsögninni verður lögð áhersla á orðið í fötunum. Hvað er það sem við tjáum með fatnaði? Er til einkennisbúningur þjóðhöfðingja, hvað með aðra starfsvettvanga? Getur fatnaður verið pólitískur?
Kíkið við kl. 12:15 næstkomandi föstudag.