Fyrirlestur

Íslenska

Kynning á rannsóknarskýrslu um íslensku lopapeysuna.

Date: 
fimmtudagur, 30 apríl, 2015 - 17:00 - 18:00
Kynning á rannsóknarskýrslu um íslensku lopapeysuna.

Ásdís Jóelsdóttir lektor kynnir helstu niðurstöður rannsóknar sinnar um uppruna íslensku lopapeysunnar í húsakynnum Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg 1 í Garðabæ fimmtudaginn 30. aprílkl. 17:00

Haustið 2014 hófst rannsókn á uppruna, hönnun og þróun íslensku lopapeysunnar en verkefnið var samstarfsverkefni þriggja safna; Gljúfrasteins – húss skáldsins, Hönnunarsafns Íslands og Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.

Íslenska
Lesa áfram

Leit að gulli á Íslandi. Fyrirlestur dr. Hjalta Franzsonar.

Date: 
fimmtudagur, 20 nóvember, 2014 - 20:00 - 21:30
Leit að gulli á Íslandi. Fyrirlestur dr. Hjalta Franzsonar.

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20 mun dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum flytja fyrirlestur um gull í náttúrunni.

Þar mun hann meðal annars rekja sögu gullleitar á Íslandi og hvað það er í íslenskri náttúru sem leiðir til að gullútfellingar myndast.

Einnig mun hann fjalla um hvaða aðferðum gullleitarmenn beita til að ná sem bestum árangri, hvernig mat á vænlegum svæðum er gert og hvernig gullið er unnið úr berginu.

Er von til þess að íslenskir gullsmiðir geti notað íslenskt gull í framtíðinni?

 

Íslenska
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Fyrirlestur