Timo Sarpaneva (1926-2006)

Sarpaneva – potturinn, 1960

 

Þegar jólagrauturinn er gerður myndast oft skán í botni pottsins sem getur verið hvimleitt að ná úr. Ef til vill ætti að nota tækifærið og sjóða grautinn þegar von er á Pottaskefli því það sem veitir honum lífsfyllingu er að skafa skánina úr pottunum. Þá sláum við tvær flugur í einu höggi, gerum jólagrautinn og jólagóðverkið um leið!

Handfang Sarpaneva—pottsins er úr tekki og er hægt að nota það til að lyfta pottinum en einnig til að taka lokið af. Sarpaneva fékk hugmyndina að pottinum eftir að hafa fylgst með föður sínum, járnsmiðnum að störfum.

Lesa áfram