Það eru engir viðskiptavinir í sundlaugum landsins, aðeins sundlaugagestir: almenningur á hverjum stað fyrir sig, fólk á öllum aldri með alls konar bakgrunn, alls konar holningu og alls konar sýn á lífið. Mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Laugarnar eru vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér—á sundfötum.