Hönnunarsafn Íslands óskar gestum og velunnurum gleðilegs árs og þakkar fyrir það liðna. Sumarið 2011 flutti safnið alla starfsemi sína yfir í húsnæði að Garðatorgii 1 og er það til mikilla bóta að hafa geymslur, skrifstofur og sýningarrými undir einu og sama þaki. Safnið var með fimm sýningar á árinu. Fyrst ber að nefna Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu. Yfirlitssýningu á hönnun Gunnars Magnússonar frá árunum 1961-1978 fylgdi í kjölfarið. Sýning safnsins á Hönnunarmars 2011 bar heitið Á gráu svæði þar sem sýnd voru verk Hrafnhildar Arnardóttur. Í sumar var sett upp sýningin Hlutirnir okkar, þar getur að líta úrval úr safneign.

Lesa áfram