Röhsska

Þann 26. nóvember næstkomandi frá kl. 14.00 – 17.00 mun Clara Åhlvik sýningarstjóri frá Röhsska safninu í Gautaborg halda fyrirlestur og stýra smiðju um „Vonda hönnun“ í Hönnunarsafni Íslands.

Smiðjan varð til í tengslum við sýningu sem Clara stýrði sem nefndist Ond design. Megintilgangur sýningarinnar var að velta upp spurningum um hönnun og tilgang hennar í breiðara félagslegu samhengi heldur en áður hafði verið gert hjá Röhsska. Safnið hélt nokkrar smiðjur í tengslum við sýninguna þar sem fólk úr ýmsum áttum kom saman og ræddi málefni illrar hönnunar út frá ýmsum vinklum. Smiðjurnar og umræðurnar sem mynduðust heppnuðust svo vel að ákveðið var að bjóða fleirum til borðsins.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands hefur tekið þátt í Hönnunarmarsi á hverju ári frá upphafi. Eftir að safnið var opnað á Garðatorgi hafa Hönnunarmarssýningarnar verið opnaðar daginn fyrir sjálfa opnunarhátíðina.
Í ár er boðið upp á sýninguna NORRÆN HÖNNUN Í DAG sem kemur frá Röhsska, hönnunarsafni Svía.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Röhsska