LEIÐSÖGN Á ENSKU - GUIDED TOUR IN ENGLISH
ÓVÆNT KYNNI – innreið nútímans í íslenska hönnun
Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 12:30 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands með leiðsögn á ensku um yfirstandandi sýningu Óvænt kynni – Innreið nútímans í íslenska hönnun. Á sýningunni er sjónum beint að nokkrum þáttum í komu módernismans í íslenska híbýlamenningu frá því um 1930 og fram yfir 1980. Þar má líta bæði vel þekkta hönnunargripi, einkum húsgögn sem öðlast hafa sess með þjóðinni sem tímamótaverk, en einnig óvænta hluti sem greina má jafnt í verkum nafnlausra smiða sem og framsækinna húsgagna- og textílhönnuða á síðustu öld. Sýningarstjórar eru Elísabet V. Ingvarsdóttir og Arndís S. Árnadóttir.
CHANCE ENCOUNTERS – Towards Modernity in Icelandic Design