Leiðsögn

Sunnudaginn 8. febrúar kl. 14 mun Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

 

Síðasti sýningardagur er 22. febrúar.  Allir velkomnir!

Lesa áfram

Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Date: 
sunnudagur, 8 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Íslenska
Lesa áfram

Hádegisleiðsögn á föstudegi

Date: 
föstudagur, 5 desember, 2014 - 12:15 - 12:45
Hádegisleiðsögn á föstudegi

Í desember verður boðið upp á leiðsagnir í hádeginu um sýningun Ertu tilbúin frú forseti?

Hver leiðsögn fjallar um afmarkað efni tengt sýningunni. Lögð verður áhersla á umræður um viðfangsefnin hverju sinni.

Í fyrstu leiðsögninni verður lögð áhersla á orðið í fötunum. Hvað er það sem við tjáum með fatnaði? Er til einkennisbúningur þjóðhöfðingja, hvað með aðra starfsvettvanga? Getur fatnaður verið pólitískur?

Kíkið við kl. 12:15 næstkomandi föstudag.

Íslenska
Lesa áfram

Næstkomandi sunnudag, 30. nóvember kl. 14.00 mun Halla Bogadóttir fyrrverandi formaður Félags íslenskra gullsmiða leiða spjall með tveimur formönnum félagsins, Dóru Jónsdóttur sem var fyrsti kvenkyns formaður félagsins og Örnu Arnarsdóttur sem er núverandi formaður. Lögð verður áhersla á að segja frá félaginu og gildi þess að halda afmælissýningar líkt og Prýði.

Á sýningunni eru gripir eftir 40 gullsmiði sem voru gefnar frjálsar hendur að smíða fyrir sýninguna eða velja úr eigin safni.  Gullsmiðirnir eru á ólíkum aldri, þeir sem unnið hafa við fagið í áratugi og byggt upp atvinnurekstur og tekið til sín lærlinga, svo og yngra fólk sem sýnir við hlið meistara sinna og hefur á síðustu árum skapað sér nafn og sérstöðu með þátttöku í fjölda sýninga og rekstri vinnustofa eða verslana.

Lesa áfram

Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 30 nóvember, 2014 - 14:00 - 15:00
Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Halla Bogadóttir gullsmiður og kennari í gullsmíði við Tækniskóla Íslands verður með leiðsögn um Prýði og ræðir við nokkra gullsmiði um verk þeirra.

Halla Bogadóttir, Arna Arnarsdóttir og Dóra Jónsdóttir munu ræða um gildi afmælissýninga líkt og Prýði ásamt sögu félagsins. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar verið formenn Félags íslenskra gullsmiða (Arna er núverandi formaður).

Íslenska
Lesa áfram

Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 9 nóvember, 2014 - 14:00 - 16:00
Gengið með gullsmiðum

Næstkomandi sunnudag, 9. nóvember kl. 14.00 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands leiða spjall með nokkrum af þeim gullsmiðum sem eiga verk á afmælissýningu Félags íslenskra gullsmiða Prýði sem unnin er í samstarfi við safnið.

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudaginn 12. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga um sýninguna Innlit í Glit ásamt Sigríði Erlu Guðmundsdóttur leirlistakonu og spjalla um íslenska leirinn og reynslu Sigríðar af honum.

Frumherjar í íslenskri leirlistasögu á 20. öld áttu það allir sameiginlegt að vinna með íslenskan leir. Margar rannsóknir og tilraunir voru gerðar með leirinn og eiginleika hans. Oft enduðu þær með því að hætt var að nota íslenska leirinn vegna þess hversu erfiður hann var í mótun og brennslu í samanburði við innfluttan leir. Í Glit var lögð rík áhersla á að nota íslenskt hráefni og var unnið með íslenska leirinn frá stofnun leirbrennslunnar árið 1958 til um 1970-71.

Lesa áfram

Saga Leirbrennslunnar Glits  - þáttur Gerhard Schwarz í íslenskri leirlistasögu.

Sunnudaginn 5. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga með Aldísi Báru Einarsdóttur um sýninguna Innlit í Glit. Aldís nam leirmunagerð hjá þýska leirlistamanninum Gerhard Schwarz, sem kom til starfa við leirbrennsluna Glit árið 1968 og starfaði þar til 1973.

Lesa áfram

Sunnudaginn 14. apríl klukkan 14 mun Þóra Sigurbjörnsdóttir, fulltrúi safneignar, vera með almenna leiðsögn um sýningarnar Nordic Design Today og Innlit í Glit.

Nordic Design Today kynnir úrval nýrrar norrænnar hönnunar á tímum sem einkennast af leit að nýjum einkennum og leiðum. Hönnuðirnir eru Front, Harri Koskinen, Henrik Vibskov, Sigurd Bronger, Sigurður Gústafsson og Steinunn Sigurdardóttir. Þau hafa öll hlotið Torsten og Wanja Söderberg verðlaunin, sem eru stærstu hönnunarverðlaun sinnar tegundar og veitt árlega norrænum hönnuði.

Lesa áfram

Senn fer sýningunni „Saga til næsta bæjar“ að ljúka. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 14. október og okkur í safninu, langar að bjóða í „slútt“ þann dag kl. 16:00.

Af þessu tilefni gefst gullið tækifæri fyrir spjall um veg vöruhönnunar á Íslandi og að draga upp tímaásinn og markverða viðburði á þartilgerðan flöt inni á sýningunni undir stjórn sýningarstjóra, Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Leiðsögn