Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins breytum við glugga í jóladagatal og sýnum einn hlut úr safneigninni á dag. Enginn veit hvað mun birtast kl. 12. 00 á hádegi hvern dag. Verður það fatnaður, grafísk hönnun, keramik, húsgagn eða önnur tegund hönnunar? Áhersla er lögð á að draga fram fjölbreytnina í safneign Hönnunarsafnsins.
Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook.