Jóladagatal

Sigurður Gústafsson (1962)

Skylark, 1999

Källemo

 

 

Ef þú ert einn af þeim sem situr við jólakortaskrif langt fram á nætur, þá er þetta líklega ekki stóllinn fyrir þig!

Sigurður er einn af íslensku verðlaunahöfum Söderberg-verðlaunanna. Hann hlaut þau árið 2003.

Skylark er hannaður þannig að ekki þarf að nota skrúfu eða lím við samsetningu hans. Samkvæmt Sigurði þá verða hönnuðir að hafa fullkomna stjórn þegar hlutir eru hannaðir út frá þessum reglum. Jafnvægið á milli útlits hlutar og byggingar hans þarf að vera algjört.

Lesa áfram

Manfreð Vilhjálmsson (1928)

Villa-traktor, 1962

 

Allir fá þá eitthvað fallegt...

Það væri nú ekki amalegt ef þessi kæmi upp úr jólapakkanum!

Þennan leikfangatraktor hannaði Manfreð handa syni sínum Vilhjálmi Má, sem fékk hann í afmælisgjöf.

Lesa áfram

Benedikt Guðmundsson (1907-1960)

bollastell, 1947-1952

 

Á aðventu er notalegt að fá sér heitt súkkulaði með rjóma. Þetta stell hefur ef til vill verið dregið fram um jólin?

Benedikt starfaði sem kjötiðnaðarmaður. Meðfram því vann hann að list sinni. Hann stofnaði leirbrennsluna Sjónarhól árið 1947-1952, þar sem hann renndi m.a. þetta stell.

Lesa áfram

Húsgagnaverkstæðið Einir hf.

náttborð, ca. 1950

 

Jólabækurnar ættu að sóma sér vel á þessu náttborði. Svo er hægt að fela einn eða tvo konfektmola í skúffunni.

Okkur grunar að náttborðið sé ættað frá Eini hf.  húsgagnaverkstæði á Akureyri. Meira vitum við ekki! Kannast þú við svona náttborð? Láttu okkur vita!

Lesa áfram

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942)

Íbúðir prestkandídata á Hallgrímskirkju, 1974

 

Það er stutt að fara í messu úr þessum íbúðum!

Hugmynd Einars frá 1974 um að byggja kúlulaga íbúðir utan á Hallgrímskirkju fyrir prestkandídata.

Lesa áfram

Jóladagatal Hönnunarsafnsins

Date: 
mánudagur, 1 desember, 2014 - 12:00 - miðvikudagur, 24 desember, 2014 - 12:00
Jóladagatal Hönnunarsafnsins

Eitthvað fyrir Gluggagægi?

Jóladagatal Hönnunarsafns Íslands verður opnað á hverjum degi í desember fram að jólum. Í anddyri safnsins breytum við glugga í jóladagatal og sýnum einn hlut úr safneigninni á dag. Enginn veit hvað mun birtast kl. 12. 00 á hádegi hvern dag. Verður það fatnaður, grafísk hönnun, keramik, húsgagn eða önnur tegund hönnunar? Áhersla er lögð á að draga fram fjölbreytnina í safneign Hönnunarsafnsins.

Þeir sem missa af því að skoða hlutinn í glugganum geta skoðað hann og upplýsingar um hann á heimasíðu safnsins eða á facebook.

Íslenska
Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Jóladagatal