Jóladagatal

Harri Koskinen (1970)

Kubbur, 1996

Design House Stockholm

 

Kubbur er ættaður frá Finnlandi, þar sem hreindýrin og jólasveinninn búa... skv. áreiðanlegum heimildum.  Ef til vill lýsir hann upp verkstæðið sitt með svona ískubbaljósum?

Það er óþarfi að öfunda Finna af þessum eina jólasveini plús einhverjum hreindýrum. Við eigum fullt í fangi með bræðurna 13, foreldra þeirra og gráðugt, stórhættulegt gæludýr!

Lesa áfram

Óli Jóhann Ásmundsson (1940)

Litli-Loki, 2001

Fagus ehf.

 

Í dag kemur Stúfur í bæinn, ætli hann eigi svona fellistól til að setjast á og hvíla sig á milli skógjafa?

Óli Jóhann hannaði stólinn með það fyrir augum að lítið færi til spillis af efni og að auðvelt væri að taka hann í sundur og setja saman.

Lesa áfram

Sveinn Kjarval (1919-1981)

Parísarstóllinn,  1963-1965

 

Parísarstóllinn eftir Svein Kjarval er hátíðlegur. Smíðaður úr tekki með  formbeygðum pílárum í baki og koparhólkum neðst á fótum. Sveinn var búin að finna út réttan vinkil á pílárunum í baki stólsins þannig að þeir styddu þægilega við bak þess sem sat í stólnum.

Þessi eiginleiki stólsins gerir það að verkum að hann hentar ótrúlega vel í fjölskyldujólaboðið þar sem heimsmálin eru rædd og krufin til mergjar, eða þegar spilað er langt fram á nótt.

 

Lesa áfram

Tinna Gunnarsdóttir (1968)

Torg, stræti, lína, 1992

 

Það er engu líkara en kollurinn dansi af spenningi.

Hver kannast ekki við fiðrildin í maganum eftir matinn á aðfangadag þegar beðið er eftir því að fá að opna pakkana.

Kollurinn er hluti af útskriftarverkefni Tinnu, þar sem hún sótti innblástur í ys og þys stórborga þar sem allt hefur áhrif hvert á annað.

Lesa áfram

Dennis Davíð Jóhannesson (1946)

Djass, 1994

GKS

 

Margt hefur verið auðveldað með aukinni samskiptatækni í gegnum tölvur eða síma. En ekkert kemur þó í staðinn fyrir koss á kinn og ósk um gleðileg jól augliti til auglitis!

Ýmislegt hefur breyst síðan Dennis hannaði þetta tölvuborð. Þróunin í hönnun tölva er afar hröð og og með tilkomu far-og spjaldtölva er ekki lengur þörf á sérhönnuðum tölvuborðum – eða hvað heldur þú?

Lesa áfram

Kogga (1952)

vasi, 1991

 

Vasinn hennar Koggu er grófgerður í formi og skreytingu, það má segja að hans sé tröllslegur!

Í þjóðsögum tengjast tröll fjöllum og grjóti. Þau verða að steini þegar sólin skín á þau líkt og mjúkur leirinn verður að hörðu efni við mikinn hita í ofni.

Grýla og hennar fjölskylda eru tröll sem koma til byggða um jólin, ef til vill hætta þau sér nálægt mönnunum á þessum tíma þar sem að sólin skín svo sjaldan?

Lesa áfram

Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir (1948)

værðarvoð, 1975-1985

Álafoss

 

 

Æææ mig klæjar!

Íslenska ullin hefur afar góða eiginleika þegar kemur að því að verjast kulda og raka. En því miður er hún ekkert sérlega mjúk. Margir eiga a.m.k. eina minningu af því að vera klæddir í ullarnærbol sem klæjaði óskaplega undan.

En hvort sem værðarvoðin veitir óværð eða værð þá er hún nú hlý á köldum aðventukvöldum.

Lesa áfram

Magnús Þorgrímsson (1959)

vasi, 2001

 

 

Sumir vasar eru gerðir til þess að eitthvað sé sett í þá, eins og greinar eða túlípanar... aðrir ekki!

Þessi vasi minnir ef til vill meira á eldfjall?

Lesa áfram

Valdimar Harðarson (1951)

Sóley, 1982

Kusch + Co

 

 

Það er notalegt að hvíla lúin bein eftir miðbæjarrölt í desember á Sóley með mjúku sæti.

Þessi útgáfa af Sóley er sérstök þar sem hún hefur bólstraða setu. Stóllinn er fellistóll sem hægt er að leggja alveg saman og jafnvel hengja upp á vegg þegar hann er ekki í notkun.

Lesa áfram

Hlynur Vagn Atlason (1974)

Tunö, Ps Collection, 2002

Ikea

 

Jólaklukkur klingja..” Þessi klukka klingir ef til vill ekki  en hún telur mínúturnar fram að jólum ...... ofurhljótt.

Hlynur hannaði klukkuna þannig að hægt er taka hana af standinum og stinga í jörðina. Þannig nýtist klukkan jafnt úti sem inni.

Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Jóladagatal