Gísli B. Björnsson

Yfirlitssýningu á Gísla B. Björnssyni sem Hönnunarsafn Íslands lánaði til Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri í sumar, fer senn að ljúka. Sýningin er í Ketilshúsinu og hefur verið fjölsótt af íslenskum og erlendum gestum. Síðasti sýningardagur er sunnudaginn 10. ágúst og þann dag kl. 15 verður Goddur með fyrirlestur um feril Gísla og grafíska hönnunarsögu á Íslandi. Gefst því einstakt tækifæri til að njóta verka Gísla og samstarfsmanna hans og fá lifandi innsýn í stærstu hönnunargreinina á Íslandi með fyrirlestri Godds.

Lesa áfram

Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun.

Þann 25. október næstkomandi mun forseti Íslands opna yfirlitssýningu á verkum Gísla B. Björnssonar grafísks hönnuðar í Hönnunarsafni Íslands.  Gísli B. er að sönnu einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld. Hann stofnaði auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar þegar hann kom úr námi frá Þýskalandi árið 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands.

2012-10-25T00:00:00 to 2013-03-03T00:00:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 27. janúar 2013, kl. 14, flytur Gísli B. Björnsson fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ um merki. Þar mun hann leitast við að svara spurningum um hvað einkenni góð merki og að hverju hönnuðir þurfi að huga, við hönnun merkja. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til við hönnun þeirra.

Lesa áfram

Á sunnudaginn kl. 14 mun Ármann Agnarsson sýningarstjóri ganga með Gísla B. Björnssyni um sýninguna á verkum hans. 

Gestum gefst kærkomið tækifæri til að hlusta á ýmsan fróðleik um grafíska hönnun á Íslandi og feril Gísla, en hann er einn atkvæðamesti grafíski hönnuðurinn í íslenskri hönnunarsögu á 20. öld.

Gísli hefur m.a. hannað  fjölda bókakápa og mörg þekkt merki fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana í samvinnu við samstarfsfólk sitt. T.d.  merki Sjónvarpsins, merki Norræna félagsins og merki Hjartaverndar.

Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson grafískur hönnuður og stundakennari við LHÍ.

 

Nánari upplýsingar um fræðsludagskrá og sýninguna á heimasíðu safnsins, www.honnunarsafn.is.

Verið velkomin!

Lesa áfram

GÍSLI B. – FIMM ÁRATUGIR Í GRAFÍSKRI HÖNNUN
Yfirlitssýning í Hönnunarsafni Íslands (25.10.2012-3.3.2013)

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Gísli B. Björnsson