Jan Davidsson (1945)

Don Cano, ca.1980

 

Don Cano gallarnir voru mjög vinsælir á 9. áratugnum. Þeir þóttu þægilegar, litríkar og skemmtilegar flíkur sem hentuðu við næstum öll tækifæri. Allir voru í þeim, allt frá skrykkdönsurum yfir í fínar frúr.

Líklega hefði ekki þótt neitt tiltökumál að mæta í jólahlaðborðið í fjólubláum Don Cano galla og rauðum hælum ...... eða hvað?

 

Lengi hefur verið leitað að fleiri týpum af  þessum göllum fyrir safneign safnsins en erfitt hefur reynst að finna eintök þar sem þeir voru notaðir upp til agna á sínum tíma.

Lesa áfram