Leirlist hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda og er órjúfanlegur hluti af menningar- og listasögu heimsins. Af minjum um leirlist til forna á Íslandi hefur fátt eitt varðveist. Í því sambandi er til orðið deiglumór. Þetta forna orð yfir leir vitnar um notkun leirs til deiglugerðar á Íslandi fyrr á öldum. Sú saga er fallin í gleymsku, en hins vegar var notkun íslenska leirsins forsenda fyrir hinni frjóu leirlistarsögu tuttugustu aldar.