Saga Leirbrennslunnar Glits - þáttur Gerhard Schwarz í íslenskri leirlistasögu.
Sunnudaginn 5. maí kl. 14 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafnsins ganga með Aldísi Báru Einarsdóttur um sýninguna Innlit í Glit. Aldís nam leirmunagerð hjá þýska leirlistamanninum Gerhard Schwarz, sem kom til starfa við leirbrennsluna Glit árið 1968 og starfaði þar til 1973.