Fréttir

Regnbogasmiðja með Dagrúnu Ósk Jónsdóttur þjóðfræðingi og Ásgerði Heimisdóttur hönnuði, verður haldin í Smiðju Hönnunarsafnsins laugardaginn 9. apríl kl. 13:00 - 15:00.
Unnið er með drauma, hjátrú og fegurð regnbogans í Smiðjunni. Hönnun, handverk og pælingar fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin er liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ.
____________________________________________
Heildardagskrána fyrir laugardaginn 9. apríl :

Bókasafn Garðabæjar
kl. 12-14Kynjaverur; grímu og klippimyndasmiðja með Hrund Atladóttur myndlistarkonu.

Glerhýsið Garðatorgi 1-4
kl. 12-14
Víkingaskipasmiðja með myndlistarkonunum Rakel Andrésdóttur og Sölku Rósinkranz sem velta upp spurningum um hvernig var að vera barn á leið til Íslands á landnámsöld.

Lesa áfram

Opnunartímar safnins um páskana eru eftirfarandi:

14.04. skírdagur, opið frá 12 - 17.

15.04. föstudagurinn langi, lokað.

16.04. laugardagur, opið frá 12 - 17.

17.04. páskadagur, lokað.

18.04. annar í páskum, lokað.

Lesa áfram

Þriðjudaginn 29. mars kl. 17:30 halda Unnur Valdís Kristjánsdóttir og Omer Shenar fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands.

Unnur er hönnuður Flothettunnar, vatnsmeðferðaraðili og jógakennari. Omer, sem er fæddur í Ísrael er sérfræðingur í vatnsmeðferðum. Þau munu fjalla um sögu vatnsmeðferða og af hverju vatnið hentar vel fyrir endurhæfingu og næringu líkama og anda. Þau munu fjalla um samstarf sitt og hvernig ástríðan fyrir vatninu fékk þau til að tengjast og skapa vandaða vatnsmeðferð, Flotþerapíu.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.
 

Lesa áfram

Sýningarstjórar SUNDs, þau Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður munu ganga með gestum um sýninguna og draga fram áhugaverðar sögur tengdar sundinu og sýningunni.

Leiðsögnin fer fram 27. mars kl. 13:00.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Þriðjudaginn 22. mars nk.kl. 17:30 munu þær Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir arkitektar miðla ferlinu við skráningu á teikningum Högnu Sigurðardóttur arkitekts (1929-2017). Skráningin fór fram í opnu rannsóknarými Hönnunarsafns Íslands. Meðal þess sem kom í ljós var fjöldi teikninga af óbyggðum byggingum.

Ath að sætapláss er takmarkað, hægt er að kaupa miða hér.

 

Lesa áfram

Árni Jónsson forstöðumaður Laugardalslaugar og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur Hönnunarsafns Íslands sjá um leiðsögn um sýninguna SUND sunnudaginn 13. mars kl. 13.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt heldur fyrirlesturinn Rútstún-sundlaugar og almenningsgarður í Kópavogi - Hönnun Högnu Sigurðadóttur þriðjudaginn 8. mars kl. 17:30.
Ath. að kaupa miða á viðburðinn á tix.is þar sem sætafjöldi er takmarkaður: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/12765/

Lesa áfram

Pétur H. Ármannsson flytur fyrirlestur um hús Högnu Sigurðardóttur arkitekts á Íslandi sunnudaginn 6. mars kl. 16. Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við skráningu á verkum Högnu sem staðið hefur yfir síðustu þrjá mánuði í opnu rannsóknarými safnsins.

Pétur hafði milligöngu um það að fjölskylda Högnu færði Hönnunarsafni Íslands teikningarnar að gjöf.

Best er að tryggja sér miða hér á tix.is þar sem sætaframboð er takmarkað. Aðgangur 1000 kr..
 

Lesa áfram

Sunnudaginn 6. mars klukkan 13 fer fram tóvinnusmiðja fyrir alla fjölskylduna sem Ásthildur Magnúsdóttir leiðir. Þátttakendur fá að kemba og spinna sinn eigin þráð úr óunninni ull. Ekki allir gera sér grein fyrir úr hverju fötin okkar eru búin til en ull og plast eru meðal þess sem notað er í dag. Það verður án efa gaman að taka þátt í spjalli við Ásthildi sem er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem hún kennir einmitt vefnað og tóvinnu en ullin er sérlegt áhugamál hennar. Þeir sem vilja hinsvegar bara tæta og toga og meðhöndla ullina eru sannarlega velkomnir í rými Hönnunarsafnins sem nefnt er Smiðjan.

Lesa áfram

Velkomin í innflutningsboð hjá STUDIO ALLSBER og opnun á sýningunni SUND laugardaginn 5. mars í Hönnunarsafni Íslands.

Þar sem þessar sýningar hófust á tímum samkomutakmarkana fögnum við nú þegar tækifæri gefst.

Studio allsber samanstendur af vöruhönnuðunum Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttir og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur. Samtöl fólks í sundlaugum og samband manna og fugla munu koma við sögu í hönnunarferlinu sem lýkur með uppskeruhátíð á HönnunarMars 2022.

Sýningin SUND nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. aldar til dagsins í dag. Sagan sem hún segir af sundlaugamenningu er um leið ylvolg sagan af íslensku nútímasamfélagi með léttri angan af klór og hveralykt, gufuslæðu og skvampi.

Sýningarstjórar: Valdimar T. Hafstein, þjóðfræðingur og Brynhildur Pálsdóttir, hönnuður.

Lesa áfram