Fréttir

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu Sveins Kjarvals miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 kl. 20 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var sannkallaður frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi. Hann hannaði innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókasafnið á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð svo eitthvað sé nefnt auk fjölda vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt. Hönnunarsafn Íslands á um fimmtíu muni eftir Svein og mun standa fyrir sýningu á ævistarfi hans seinna á árinu.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Guðmundur Oddur Magnússon sér um LEIÐSÖGN og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 2. mars kl. 13. Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fáir sem þekkja líf hans og störf betur.

Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunarsafninu undanfarna mánuði og fer nú brátt að ljúka.

Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.

Aðgangseyrir í safnið gildir.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands og skapandi vinnustofan And Anti Matter bjóða í kökuboð laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 15:00.

Hjónin Baldur og Þórey úr And Anti Matter verða á staðnum og hella uppá kaffi ásamt Áslaugu Snorradóttur matarævintýrakonu. Í boði verða himneskar vegan kökur frá Láru Colatrella í Bauninni á samanraðanlegum skúlptúrum frá And Anti Matter. Kökurnar eru búnar til út frá skúlptúr verkum frá &AM sem verða til sölu í boðinu.

Frítt er inn á viðburðinn. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa áfram

Laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 13 – 15 verður MÁLSTOFA tileinkuð arkitektinum Einari Þorsteini Ásgeirssyni í Hönnunarsafni Íslands. Á málstofunni verða fjölbreyttir fyrirlestrar um Einar sem sýna mismunandi hliðar á honum.

Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur segir frá Einari sem vini og samstarfsmanni. Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur segir frá Einari sem vini. Auður og Geir Ragnarsbörn segja frá Einari sem afa. Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur segir frá Einari sem skráningarverkefni og Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður segir frá Einari sem einhverjum sem veitir innblástur.

Lesa áfram

Jennifer Barret sér um LEIÐSÖGN um sýninguna Safnið á röngunni með Einari Þorsteini laugardaginn 16. febrúar kl. 13. Hún stundar nám í safnafræði við Háskóla Íslands og hefur undanfarnar vikur verið í starfsnámi á Hönnunarsafni Íslands þar sem hún hefur sökkt sér í skráningu á verkum Einars Þorsteins. Leiðsögnin fer fram á ensku.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Lesa áfram

Boðið verður upp á SKUGGATEIKNISMIÐJU föstudaginn 8. febrúar nk. í tengslum við sýninguna Safnið á röngunni með Einari Þorsteini á Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1.

Við munum hleypa ljósahönnuðum frá fyrirtækinu Myrkraverk inn í sýningarsalinn þar sem þeir umbreyta sýningunni í spennandi skuggaspil. Mörg verka arkitektsins og hönnuðarins Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2014) varpa frá sér flóknum og spennandi skuggum og ætla systkinin og myndlistarmennirnir Baldur og Birna Björnsbörn að leiðbeina þátttakendum inn í það spil.

Með teikniáhöld að vopni býðst gestum að teikna upp skuggana og um leið kynnast formheimi Einars Þorsteins og möguleikunum sem hann skilur eftir þó svo hann hafi kvatt þetta líf. Boðið verður upp á fjórar smiðjur á Safnanótt kl. 19:00, 20:00, 21:00 og 22:00. Frítt inn frá 18 - 23.

Lesa áfram

Gögn úr samkeppnum sem haldnar hafa verið eftir reglum Arkitektafélags Íslands eru varðveitt í Hönnunarsafni Íslands.

Hér má er að finna lista yfir þær samkeppnir sem eru varðveittar frá árinu 2012:


2012

 • Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa
 • Gönguleið um Kárastaðastíg
 • Götugögn- hjól
 • Hjúkrunarheimili á Ísafirði
 • Ingólfstorg _ Kvosin
 • Nýtt fangelsi á Hólmsheiði
 • Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
 • Stöng
 • Umhverfi Gullfoss

2013

 • Fjölbrautaskóli Suðurlands – stækkun verknámsaðstöðu
 • Sundhöllin í Reykjavík

2014

 • Geysir
 • Skipulag Háskólasvæðisins

2015

Lesa áfram

Smástundamarkaður í samstarfi við hönnuðina Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríð Þorsteins verður haldinn laugardaginn 26. janúar nk kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands. Á markaðnum verður kynnt sérstaklega RIFDAGATAL sem þær hafa hannað og selt undanfarin ár ásamt fleiri skipulagsmiðuðum vörum sem nefnast KONTRÓLKUBBAR.

Einnig verða á boðstólum BÆKUR úr bókaklúbbi Angustúru en bækurnar voru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári. Bók er ævagamalt form og áskorun fyrir hönnuð að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Bækurnar eru í vönduðum þýðingum, þær eru frá öllum heimshornum og opna glugga út í heim.

Á meðan á markaðnum stendur býðst 20% afsláttur af verkum þeirra Snæfríðar og Hildigunnar.

Lesa áfram

Laugardaginn 26. janúar nk heldur arkitektinn Paolo Gianfrancesco fyrirlestur um gullinsnið í tengslum við sýningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar í Hönnunarsafni Íslands. Einar Þorsteinn var arkitekt sem var mikill stærðfræðingur og sérfræðingur á sviði margflötunga.

Fyrirlesturinn hefst kl. 13 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Lesa áfram

Laugardaginn 19. janúar kl. 13 mun Guðmundur Oddur Magnússon sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fáir sem þekkja líf hans og störf betur.

Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunarsafninu undanfarna mánuði og fer nú brátt að ljúka.

Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.

https://www.facebook.com/events/1099118156921985/

Lesa áfram