Smástundamarkaður Kron by Kronkron sprettur upp í safnbúð Hönnunarsafns Íslands sunnudaginn 24. Júní frá kl. 12 -17. Þá mæta hönnuðirnir Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með glæný skópör úr smiðju sinni en þessa dagana stendur yfir sýningin Undraveröld Kron by Kronkron þar sem meðal annars má líta 600 skópör sem þau Magni og Hugrún hafa hannað undanfarin tíu ár.