Þann 6. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og verður opnun á nýrri sýningu einn af viðburðunum sem boðið er upp á.
Dagskrá safnsins er sem hér segir:
19:00 - 24:00 Opnun á nýrri sýningu, Un peu plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar
20:00- 20:30 - Leiðsagnir um sýningar safnsins
- Ertu tilbúin frú forseti?
- Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar
22:00 - 22:30 - Leiðsagnir um sýningar safnins
- Ertu tilbúin frú forseti?
- Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar
Við viljum hvetja alla til að heimsækja söfnin á höfuðborgarsvæðinu og njóta dagskrár Safnanætur. Hægt er að nálgast hana á hér.