Fréttir

Smástundamarkaður í samstarfi við hönnuðina Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríð Þorsteins verður haldinn laugardaginn 26. janúar nk kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands. Á markaðnum verður kynnt sérstaklega RIFDAGATAL sem þær hafa hannað og selt undanfarin ár ásamt fleiri skipulagsmiðuðum vörum sem nefnast KONTRÓLKUBBAR.

Einnig verða á boðstólum BÆKUR úr bókaklúbbi Angustúru en bækurnar voru tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands á síðasta ári. Bók er ævagamalt form og áskorun fyrir hönnuð að hanna bók sem kallar á að hún sé tekin upp og lesin. Bækurnar eru í vönduðum þýðingum, þær eru frá öllum heimshornum og opna glugga út í heim.

Á meðan á markaðnum stendur býðst 20% afsláttur af verkum þeirra Snæfríðar og Hildigunnar.

Lesa áfram

Laugardaginn 26. janúar nk heldur arkitektinn Paolo Gianfrancesco fyrirlestur um gullinsnið í tengslum við sýningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar í Hönnunarsafni Íslands. Einar Þorsteinn var arkitekt sem var mikill stærðfræðingur og sérfræðingur á sviði margflötunga.

Fyrirlesturinn hefst kl. 13 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Lesa áfram

Laugardaginn 19. janúar kl. 13 mun Guðmundur Oddur Magnússon sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fáir sem þekkja líf hans og störf betur.

Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunarsafninu undanfarna mánuði og fer nú brátt að ljúka.

Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.

https://www.facebook.com/events/1099118156921985/

Lesa áfram

Í gær fengum við Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í heimsókn ásamt nýjum forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs hjá Garðabæ, Eirík Björn Björgvinsson. Góð byrjun á nýju ári enda skáluðum við í súrkáli sem okkur er sagt að sé hrikalega hollt. Einar Þorsteinn var með okkur í anda en hann þýddi einmitt bók um hráfæði eftir Ann Wigmor árið 1998. Einar var gjarnan mörgum árum á undan sinni samtíð í hugsunarhætti og pælingum.

Lesa áfram

23. des. Opið 12 – 17, 24 - 26. des. lokað, 27. des. opið 12-17, 28. des. opið 12 -17, 29. des opið 12 – 17, 30. des opið 12 – 17, 31. des – lokað á mánudögum, 1. jan. lokað

Lesa áfram

Hægt er að fylgjast með jóladagatali Hönnunarsafns Íslands á facebook síðu safnsins og í glugganum hjá okkur við Garðatorg.

Hér er má sjá færsluna í dag.

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942-2015)
Sýningarskáli /Vetrarbyggingarskýli, 1972

Skýli fyrir vetrinum er þarft á landi eins og Íslandi. Líklega hefði verið gott að hafa nokkur svona skýli árið 1918. (sko mína...tókst að koma fullveldinu að í jóladagatalinu).
Janúar 1918 er kaldasti mánuður á Íslandi á 20. öld og ekki hefur enn orðið jafnkalt það sem af er þeirri 21. Þetta er sko ekkert grín, eins gott að eiga ullarföt og hlýjar flíkur.
Þann 21. janúar var frostið komið í 24,5 stig í Reykjavík, en 32,5 stig á Akureyri. Kaldast var á Möðrudal á Fjöllum 38 stig takk fyrir.
Svo kvartar maður yfir 7 stiga frosti!

Lesa áfram

Velkomin á FYRIRLESTRADAG í Hönnunarsafni Íslands 23. nóvember frá kl. 9 – 19 á vegum Nordic Forum for Design History.

Velkomið er að koma og fara að vild.

Fyrirlestrarnir verða á ensku.

Vinsamlega skráið ykkur hjá ingiriduro@honnunarsafn.is fyrir 20. nóvember.
Boðið verður upp á hádegismat fyrir skráða gesti frá Veitingastaðnum NU.

Program
Friday 23/11
Theme: Copies, Classics & Traditions

09.00 Welcome to Iceland’s Design Museum & Garðabær, Sigríður Sigurjónsdóttir

09.15 Introduction to the theme: Copies, Classics & Traditions, Anders V. Munch

09.30 Keynote lecture: Driftwood on Icelandic Coast. Traveling ideas
Guðmundur Oddur, Research Professor, Iceland University of the Arts

10.30 Coffee break

Lesa áfram

Pétur Ármannsson fer yfir feril arkitektsins Högnu Sigurðardóttur (1929-2017).
Hús eftir Högnu við Bakkaflöt verður heimsótt en það hefur verið valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar.
Námskeiðið hefst í Hönnunarsafninu kl. 15 og lýkur á Bakkaflöt kl 17.
Fjöldi þáttakenda takmarkast við 15 manns.
Þáttökugjald 3.500 kr. Hægt er að tryggja sér pláss á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10685/Timamotahus_i_Gardaba

Lesa áfram

Í tilefni af tónlistarveislu á Garðatorgi í kvöld verður opið til kl 21 í Hönnunarsafninu. Við erum enn að taka upp úr kössum eðaltöffarans Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2015). Sannkölluð veisla fyrir sköpunargleðina inni hjá okkur og svo tekur Valdimar við kl. 21.

Lesa áfram

Einstakt tækifæri til að eignast upprunalega teikningu eftir Helgu Björnsson. Helga starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Kl. 13-17

Lesa áfram