Fréttir

Ólafur Elíasson myndlistarmaður mun fjalla um samstarf sitt við Einar Þorstein Ásgeirsson (1942 – 2015) arkitekt og stærðfræðing en þeir störfuðu náið saman í um tólf ár meðal annars að glerhjúpnum utan um tónlistarhúsið Hörpu. Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir opinni skráningu á innvolsi vinnustofu Einars Þorsteins sem hann afhenti safninu rétt fyrir andlát sitt.

Aðgangseyrir að safninu gildir á meðan húsrúm leyfir.

Fullorðnir: 1000 kr.
Eldri borgarar: 500 kr.
Námsmenn: 500 kr.
Öryrkjar: FRÍTT
Börn undir 18 ára: FRÍTT

Ljósmynd: Olafur Eliasson & Einar Thorsteinn, Cities On The Move 4, Louisiana Museum, Copenhagen, Denmark. Photo by Armin Linke, 1999.

Lesa áfram

Unnur Valdís Kristjánsdóttir vöruhönnuður rekur sögu flothettunnar frá því að hugmyndin kviknaði sem verkefni við Listaháskóla Íslands til dagsins í dag.
Hugmyndafræðin að baki hönnuninni byggir á slökun, samveru og náttúruupplifun í vatni á áreynslulausan hátt. Frá því að Flothetta kom á markað hérlendis árið 2012 hefur hún náð að auðga aldagamla baðmenningu Íslendinga. Á þeim sex árum sem flothetta hefur verið á markaði hafa forsvarsmenn jafnframt þróað tengdar afurðir í formi þjónustu í kringum vöruna, s.s. kennaranám, viðburði og vatnsmeðferðir.

Lesa áfram

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar. Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þáttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW verður með sölu á sýnishornum laugardaginn 6. október frá 12 - 17. Peysur og kjólar frá 5.000 kr., kápur frá 5.500, buxur og skyrtur frá 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir:

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.

Lesa áfram

Þriðjudagur
25. september
kl. 17–18
Mæting í Lækjartúni, 850 Hellu

Við höfum skipulagt heimsókn í smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í tengslum við sýningu Torfa Fannars Gunnarssonar í anddyri safnsins en þar hefur hann undanfarið töfrað fram dýrindis klæði á prjónavélina sína.
Eigendur Uppspuna, Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson, munu taka á móti okkur. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lesa áfram

Sunnudagur
23. september
Kl. 12–13

HÁDEGISLEIKFIMI FYRIR HEILANN
Anna Hrund Másdóttir myndlistarmaður leiðir okkur í gegnum bók Einars Þorsteins Ásgeirsssonar, Barna Leikur, þar sem Einar kynnir lesendur fyrir reglulegum flötungum, flötungunum hans Platós og fimmflötungum í gullinsniði svo eitthvað sé nefnt.

Hentar fyrir 15 ára og eldri.

Hádegisleikfimin er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

LOKABALL
Sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron lýkur auðvitað með lokaballi frá kl. 20-22 þriðjudaginn 18. september.

Salsahljómsveitin Mabolitos gleður okkur með nærveru sinni.

Hljómsveitina skipa Alexandra Kjeld (kontrabassi, söngur), Daníel Helgason (gítar, tres), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna, fiðla). Efnisskrá bandsins er sambland af uppáhaldssalsanúmerum hljómsveitarmeðlima og frumsömdum latínukvæðum.

Þá er bara að skella sér í dansskóna.

Lokaballið er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára sunnudaginn 16. september kl. 13 - 15.

Hvert hafa skórnir þínir ferðast og í hvers konar ævintýrum gætu þeir lent? Kafað er í hugmyndaleit og persónusköpun og hvernig beinagrind að sögu verður til. Vel er gætt að styrkleikum hvers barns þegar það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Með hönnuðunum Magna Þorsteinssyni og Hugrúnu Dögg Árnadóttur.
Sýningin er yfirlitssýning á verkum Magna og Hugrúnar en þau hafa meðal annars hannað um 1200 pör af skóm þar sem vandað handverk, sköpunargleði og ástríða mætast í trylltum dansi.

Sýningunni lýkur 18. september.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Lesa áfram

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar. Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þáttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins sunnudaginn 12 ágúst frá 13 - 15.

Lesa áfram