Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.
Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 22. febrúar.
Myndin sem fylgir sýnir Vigdísi stíga út úr bíl á Manhattan í New York, 1981. Birt með góðfúslegu leyfi Gunnars Elíssonar ljósmyndara.