Leiðsögn um sýninguna SUND verður á 17. júní kl. 15:30-16:30.

Frítt er inn á safnið í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur á Hönnunarsafni Íslands gengur með gestum um sýninguna SUND og segir frá ýmsu fróðlegu sem tengist sögu sundlauganna á Íslandi.
Hún mun einnig segja frá nýju verkefni sem er hafið í Rannsóknarrými safnsins og nefnist Tiltekt.
Verið velkomin og gleðilega hátíð!