Guðrún Ingibjörg Gunnarsdóttir (1948)

værðarvoð, 1975-1985

Álafoss

 

 

Æææ mig klæjar!

Íslenska ullin hefur afar góða eiginleika þegar kemur að því að verjast kulda og raka. En því miður er hún ekkert sérlega mjúk. Margir eiga a.m.k. eina minningu af því að vera klæddir í ullarnærbol sem klæjaði óskaplega undan.

En hvort sem værðarvoðin veitir óværð eða værð þá er hún nú hlý á köldum aðventukvöldum.