Sigurður Gústafsson (1962)

Skylark, 1999

Källemo

 

 

Ef þú ert einn af þeim sem situr við jólakortaskrif langt fram á nætur, þá er þetta líklega ekki stóllinn fyrir þig!

Sigurður er einn af íslensku verðlaunahöfum Söderberg-verðlaunanna. Hann hlaut þau árið 2003.

Skylark er hannaður þannig að ekki þarf að nota skrúfu eða lím við samsetningu hans. Samkvæmt Sigurði þá verða hönnuðir að hafa fullkomna stjórn þegar hlutir eru hannaðir út frá þessum reglum. Jafnvægið á milli útlits hlutar og byggingar hans þarf að vera algjört.