Guðjón Samúelsson (1887-1950)

Háskólastóll, 1939-1940

 

Kertasníkir eða hvaða jólasveinn sem er myndi sóma sér vel í þessum stól nú á aðfangadag. Það liggur við að maður breytist í jólasvein bara við það að setjast í hann!

Guðjón Samúelsson, sem var húsameistari ríkisins, hannaði stólinn fyrir hátíðarsal Háskóla Íslands sem var stundum notaður fyrir próf þegar húsnæði vantaði. Það er líklegt að stúdentar hafi hugsað til jólanna þegar þeir sátu í þessum stólum og hlakkað til að gæða sér á hangikjöti og möndlugraut.