Sigurgísli Sigurðsson (1923-2011)

borðstofustóll, ?

 

Upp á stól stendur mín kanna... eða var það ég sem átti kanna að málin? Hvort sem það nú var þá þykir það ekki góður siður að stilla könnum upp á stóla eða að vera að príla mikið á þeim. Til þess eru aðrar tegundir húsgagna.

Sigurgísli var einn af stofnfélögum í Félagi húsgagnaarkitekta árið 1955. Eftir að hann kom heim úr námi frá Danmörku sérhæfði hann sig í hurðasmíði. Líklega eru mörg heimili með útidyrahurðir úr tekki frá honum.