Framtíðin hf.

stuttur gærupels, 1970-1975

 

„Nú er frost á fróni...” Hér er ekki um jólalag að ræða en líklega hafa margir hummað þetta með sjálfum sér undanfarna daga. Ef koma á jólagjöfunum á rétta staði í tíma, er eins gott að klæða sig vel. Þá er ekki slæmt að eiga hlýjar skinnflíkur til að stinga sér.

Pelsinn er úr Framtíðinni (1934-1987) sem var fataverslun Sláturfélags Suðurlands. Þegar Sláturfélagið setti á stofn sútunarverksmiðju var byrjað að framleiða jakka og kápur þar sem ullin var látin snúa út.