Sveinn Kjarval (1919-1981)
Parísarstóllinn, 1963-1965
Parísarstóllinn eftir Svein Kjarval er hátíðlegur. Smíðaður úr tekki með formbeygðum pílárum í baki og koparhólkum neðst á fótum. Sveinn var búin að finna út réttan vinkil á pílárunum í baki stólsins þannig að þeir styddu þægilega við bak þess sem sat í stólnum.
Þessi eiginleiki stólsins gerir það að verkum að hann hentar ótrúlega vel í fjölskyldujólaboðið þar sem heimsmálin eru rædd og krufin til mergjar, eða þegar spilað er langt fram á nótt.