Hönnunarsafn Íslands óskar gestum og velunnurum gleðilegs árs og þakkar fyrir það liðna. Sumarið 2011 flutti safnið alla starfsemi sína yfir í húsnæði að Garðatorgii 1 og er það til mikilla bóta að hafa geymslur, skrifstofur og sýningarrými undir einu og sama þaki. Safnið var með fimm sýningar á árinu. Fyrst ber að nefna Hönnunarsamkeppni um húsgögn í Hörpu. Yfirlitssýningu á hönnun Gunnars Magnússonar frá árunum 1961-1978 fylgdi í kjölfarið. Sýning safnsins á Hönnunarmars 2011 bar heitið Á gráu svæði þar sem sýnd voru verk Hrafnhildar Arnardóttur. Í sumar var sett upp sýningin Hlutirnir okkar, þar getur að líta úrval úr safneign. Jólasýningin Hvít jól opnaði í lok október þar sem lagt var á hátíðarborð fyrir þrettán gesti. Þar má sjá fjölbreyttan norrænan borðbúnað úr ýmsum áttum.

Auk sýningahalds voru fluttir fyrirlestrar og settar upp kynningar um mismunandi svið hönnunar. Pia Holm hélt fyrirlestur um finnska textílhönnun með áherslu á eigin verk og textíl fyrir Marimekko. Dr. Arndís S. Árnadóttir flutti fyrirlestur um verk Helga Hallgrímssonar (1911-2005) húsgagnaarktiekts. Að lokum flutti Pétur H. Ármannsson
arkitekt fyrirlestur um tímamótahús 7. áratugarins í Garðabæ. Fyrirlesturinn var sá fyrsti í fyrirlestraröð sem safnið mun standa fyrir á næstu misserum um Áratugi í íslenskri hönnunarsögu. Einnig voru haldnar námsstefnur tengdar textílhönnun og hljóðfærasmíði.

Safnið fékk margar skemmtilegar heimsóknir á árinu frá skólahópum af öllum stigum sem skoðuðu sýningar safnsins. Að lokum vill Hönnunarsafnið þakka fyrir veglegar gjafir sem bárust á árinu og þakkar áhuga og velvild