Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum, 18. maí kl. 16-17 ætlar Brynhildur Pálsdóttir hönnuður og annar sýningarstjóra SUNDs, að vera með leiðsögn um sýninguna.
Mikilvægustu almannagæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Sundlaugamenningin snýst um lífsgæði og lýðheilsu, íþróttir, leik, afslöppun og skemmtun, líkamsmenningu, siðmenntun og samneyti. Daglegt líf hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á sundlaugarnar og gert þær að líkamsræktarstöð, skólastofu, félagsheimili, leikvelli og heilsulind.