Fréttir

Safnið opnar aftur á morgun 18. nóvember. Hámarks fjöldi í safninu er 10 manns samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum.

Á safninu eru eftirfarandi sýningar í gangi:

100% ULL sem hefur verið framlengd til 31. janúar 2021.

Safnið á röngunni, átak í forvörslu og skráningu textílgripa sem stendur til áramóta.

Fuglasmiður í vinnustofudvöl sem stendur til áramóta.

Lesa áfram

Sigurbjörn Helgason býður upp á fuglasmiðju í beinni útsendingu á Fésbókarsíðu Hönnunarsafns Íslands, fimmtudaginn 22. október kl 13:00 - 14:00.

Takið til tímarit eða pappír sem má klippa, skæri og límstifti.

Deilið svo endilega með okkur fuglunum ykkar eftir smiðjuna á Fésbók safnsins eða á ykkar instagram merkt #fuglinnminn #hönnunarsafn

Hlökkum til að sjá fagran fuglahóp.

Lesa áfram

Sýningar og verslun safnins verða lokaðar tímabundið vegna samkomutakmarkana.

Farið vel með ykkur!

 

Lesa áfram

Þar sem svo fáir komust á þennan frábæra fyrirlestur vegna 2 metra reglunnar þá er hægt að horf á á hann hér:

 

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður sjá um leiðsögnina sem hefst kl. 13 sunnudaginn 27. september. Þar sem fjöldi gesta í leiðsögn miðast við tólf manns er nauðsynhlegt að kaupa miða fyrirfram hér https://tix.is/is/search/?k=h%C3%B6nnunarsafn

Lesa áfram

Sköpum saman úr ull kindahjarðir, furðukindur, forystufé og bjöllusauði. Þegar rollurnar hafa verið skapaðar geta þátttakendur gert sína eigin hreyfimynd en þær Ásgerður Heimisdóttir og Rebekka Egilsdóttir leiða smiðjuna í splunkunýju smiðjurými Hönnunarsafnsins. Aðeins 6 hópar/fjölskyldur komast að vegna sóttvarnareglna en tekið er á móti bókunum í netfangið olof@gardabaer.is

Lesa áfram

Velkomin á sérstakan OPNUNARDAG 19. september milli kl. 12 -17.

Ull er klassískur, náttúrulegur efniviður með óendanlega möguleika. Á sýningunni getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur sýningarinnar koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Þátttakendurnir eru: Ásthildur Magnúsdóttir, vefari; Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður; verslunin Kormákur & Skjöldur; fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum; samstarfsverkefnið Ró, sem framleiðir meðal annars dýnur og ullarvinnslufyrirtækið Ístex. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember.

Lesa áfram

Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann smíða fugla, stóra sem smáa.
Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, sem er oftast nær fundinn eins og hreindýrshorn, reyniviðardrumbar úr garðinum eða rekaviðarbútar. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu.
Sigurbjörn er menntaður myndmenntakennari frá MHÍ og starfaði sem slíkur í grunnskólum Reykjavíkur þar til hann fór á eftirlaun á síðasta ári.

Verið hjartanlega velkomin á sérstakan opnunardag fimmtudaginn 17.09 á milli kl. 12-17.

Lesa áfram

• 12:00-17:00 Til sölu verða gersemar sem fundust við flokkun á tonni frá Rauða krossinum. Auk þess verða einnig til sölu einstakar flíkur, uppunnar úr ,,ónýtum" textíl, sem hópurinn Flokk till you drop hefur skapað ásamt góðum gestum. Söluandvirði rennur til Rauða Krossins.

Hópurinn Flokk till you drop hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnuanrsafni Íslands í sumar. Þau flokkuðu eitt tonn af fatnaði/textíl frá Rauða krossinum. Þegar því var lokið tók við ýmiskonar greining og listsköpun. Meðlimir hópsins eru: Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ.

Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa áfram

• 16:00-18:00 Gerum kúlúhús með Jóhönnu Ásgeirsdóttur myndlistarkonu við Hönnunarsafnið.
• 18:00-19:00 Ásgeir Ásgeirsson og félagar leika swing jazz og koma öllum í stuð.

Fimmtudaginn 23. júlí verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á milli 16 og 19. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í að gera kúluhús með myndlistarkonunni Jóhönnu Ásgeirsdóttur en smiðjan fer fram við Hönnunarsafnið frá 16-18. Búin verður til hvelfing úr bambus og hún skreytt með blómum svo úr verði fallegur samverustaður. Frá kl. 18-19 mun Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leika á einni af grasflötum Garðatorgs. Tríóið skipar auk Ásgeirs sem leikur á gítar; Haukur Gröndal á saxófón og Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa. Jazztónlist af gamla skólanum í bland við bossa nova og aðra þægilega tónlist verður á efnisskránni.

Lesa áfram