Fréttir

Það spáð stomi en hér má ganga um blómsrandi skó.

Lesa áfram

Sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00 verða þau Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir með leiðsögn og spjall um sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron en sýningin er yfirlitssýning á verkum þeirra. Sýningin samanstendur af rúmlega 600 pörum af skóm sem sýningarstjórinn Ástþór Helgason hefur púslað saman í ævintýraheim.

Lesa áfram

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru stórskemmtilegir vöruhönnuðir sem standa fyrir smáhúsasmiðju í Hönnunarsafninu laugardaginn 21. apríl. Að þessu sinni ætlum við að búa til hús fyrir uppfinningamenn og konur. Allir velkomnir en börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Garðabæjar í tilefni af Listadögum. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 (hægt að hringja á milli 12 - 17) þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 17. apríl verður 15:00 - 16:30 verður boðið upp á opinn fund með Sarpi í Hönnunarsafni Íslands.
Við bjóðum til lifandi umræðu um skráningarverkefni þar sem áherslan er á stórar gjafir. Þegar brettin með öllum kössunum eru komin í hús, hvað gerir maður þá? Hvaða spurninga á að spyrja? Er eitthvað sem ber að varast?

Dagskrá:

• Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur frá Hönnunarsafni Íslands segir frá sýningarverkefninu "Á bak við tjöldin með Einar Þorsteini".

• Hrönn Konráðsdóttir sérfræðingur fornminja hjá Þjóðminjasafninu segir frá skráningarvinnu vegna jarðfundinna minja.

Lesa áfram

Sigríður Rún verður með teikningarnar sínar úr seríunni Líffærafræði Leturs í safnbúð Hönnunarsafnsins laugardaginn 31 mars. Verð á teikningu 5000 kr. í stað 5.800 kr.

Teikningarnar sýna beinagrindur af bókstöfum en orðið anatomy eða líffærafræði er notað til að útskýra líkmasbyggingu lífvera en þekkist einnig í leturfræði og er þá notað til að útskýra uppbyggingu bókstafa. Sigríður Rún vinnur bókstaflega út frá þessum sameiginlega fleti annars ólíkra fræða með það að markmiði að vekja áhuga á bókstöfum sem fyrirbærum frekar en táknum.

Lesa áfram

Safnið er opið sem hér segir yfir páskahátíðina:

OPIÐ: Skírdag og laugardag fyrir páska.

LOKAÐ: Föstudaginn langa, páskadag og annan dag páska.

Verið velkomin, gleðilega páska!

 

Lesa áfram

Laugardaginn 24. febrúar verður Einrúm með smástundamarkað í safnbúð Hönnunarsafnsins á milli klukkan 12-17. Einrúm er íslenskt band unnið úr ull og taílensku silki. Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt á heiðurinn af bandinu sem er mun mýkra og léttara en ullin ein og sér. Kristín mun kynna bandið ásamt nýrri uppskriftarbók sem hönnuð er í samstarfi við grafíska hönnuðinn Snæfríð Þorsteins. Sérstakur kynningarafsláttur á bók og bandi.

https://yarn.einrum.com

Lesa áfram

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru tveir vöruhönnuðir sem eru með smáhús á heilanum. Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 13:00 - 17:00 ætla þær að bjóða upp á vinnustofu fyrir krakka í vetrarfríi. Þar geta þátttakendur búið til húsgögn og aðra hluti fyrir smáhús. Fullorðnir eru líka velkomnir og börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 á milli kl. 12 - 17 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Lesa áfram

Föstudaginn 2. febrúar verður Safnanótt haldin hátíðleg í Hönnunarsafninu. Dagskráin hefst kl.18:00 og stendur til 23:00.

Boðið verður í Hlustunarpartý, leiðsagnir og hægt er að skoða fjórar sýningar í húsakynnum safnsins. Sýningarnar sem eru nú í safninu eru: Geymilegir hlutir, Íslensk plötuumslög, Íslenska lopapeysan - uppruni, saga og hönnun og Ðyslexitwhere.  

 

Kl. 20:30 - 21:00 - Leiðsögn um Íslensk Plötuumslög

Lesa áfram

Laugardaginn 27. janúar verður Doppelganger með smástundarmarkað frá kl. 12:00 - 17:00 í safnbúð Hönnunarsafnsins.

Doppelganger fatalínan er samvinnuverkefni hönnuðanna Guðrúnar Lárusdóttur og Rögnu Fróða. Hugmyndafræðin á bakvið prjónalínuna er unnin út frá fagurfæðilegu og vistvænu sjónarmiði. Leitast er eftir því að gera skemmtilega, tímalausa vöru úr umhverfisvænu hráefni ull og silki. Listin að halda á sér hita tekin á efsta stig.

Lesa áfram