Leiðsögn

Íslenska

Gengið um með Helgu Björnsson

Date: 
sunnudagur, 3 maí, 2015 - 14:00 - 15:00
Gengið um með Helgu Björnsson

Helga Björnsson tískuhönnuður mun ganga um sýningu á teikningum sínum í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp minningar og sögur tengdar ferli sínum sem tískuhönnuður í hátískunni í París.

Íslenska
Lesa áfram

Leiðsögn um Ámunda:

Date: 
sunnudagur, 26 apríl, 2015 - 14:00 - 15:00
Leiðsögn um Ámunda:

Gengið um með Ámunda- Leiðsögn sunnudaginn 26. apríl kl. 14:00

 

Ámundi Sigurðsson grafískur hönnuður mun ganga um yfirlitssýningu á verkum hans í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp sögur tengdar einstökum verkefnum. 

Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun.

Íslenska
Lesa áfram

Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Date: 
sunnudagur, 15 febrúar, 2015 - 14:00 - 14:45
Næstsíðasta sýningarhelgi - leiðsögn sunnudag 15. feb. kl. 14

Sunnudaginn 15. febrúar kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti?

Á sýningunni er til sýnis bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Date: 
sunnudagur, 8 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Íslenska
Lesa áfram

Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

Date: 
sunnudagur, 1 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Sunnudagsleiðsögn 1. febrúar: Ertu tilbúin frú forseti?

SÝNINGARLOK NÁLGAST. Sunnudaginn 1. febrúar kl. 14:00 verður Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins með leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Íslenska
Lesa áfram

Hvað er silfursmíði eða korpus?

Date: 
sunnudagur, 25 janúar, 2015 - 15:00 - 16:00
Hvað er silfursmíði eða korpus?

Stefán Bogi Stefánsson gullsmiður verður með leiðsögn í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 25. janúar kl. 15:00  sem er jafnframt síðasti sýningardagur PRÝÐI, sýningu sem sett var upp í samstarfi við Félag íslenskra gullsmiða í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Á sýningunni er silfur teketill sem Stefán Bogi smíðaði sérstaklega fyrir sýninguna og mun hann segja frá smíðinni í máli og myndum.

 

 

Íslenska
Lesa áfram

Hádegisleiðsögn á föstudegi

Date: 
föstudagur, 5 desember, 2014 - 12:15 - 12:45
Hádegisleiðsögn á föstudegi

Í desember verður boðið upp á leiðsagnir í hádeginu um sýningun Ertu tilbúin frú forseti?

Hver leiðsögn fjallar um afmarkað efni tengt sýningunni. Lögð verður áhersla á umræður um viðfangsefnin hverju sinni.

Í fyrstu leiðsögninni verður lögð áhersla á orðið í fötunum. Hvað er það sem við tjáum með fatnaði? Er til einkennisbúningur þjóðhöfðingja, hvað með aðra starfsvettvanga? Getur fatnaður verið pólitískur?

Kíkið við kl. 12:15 næstkomandi föstudag.

Íslenska
Lesa áfram

Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 30 nóvember, 2014 - 14:00 - 15:00
Leiðsögn um Prýði - Gengið með gullsmiðum

Halla Bogadóttir gullsmiður og kennari í gullsmíði við Tækniskóla Íslands verður með leiðsögn um Prýði og ræðir við nokkra gullsmiði um verk þeirra.

Halla Bogadóttir, Arna Arnarsdóttir og Dóra Jónsdóttir munu ræða um gildi afmælissýninga líkt og Prýði ásamt sögu félagsins. Þær eiga það sameiginlegt að hafa allar verið formenn Félags íslenskra gullsmiða (Arna er núverandi formaður).

Íslenska
Lesa áfram

Gengið með gullsmiðum

Date: 
sunnudagur, 9 nóvember, 2014 - 14:00 - 16:00
Gengið með gullsmiðum

Næstkomandi sunnudag, 9. nóvember kl. 14.00 mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands leiða spjall með nokkrum af þeim gullsmiðum sem eiga verk á afmælissýningu Félags íslenskra gullsmiða Prýði sem unnin er í samstarfi við safnið.

Íslenska
Lesa áfram

Goddur með leiðsögn um Hjalta Karlsson á síðasta sýningardegi

Date: 
sunnudagur, 5 október, 2014 - 14:00 - 15:00
Goddur með leiðsögn um Hjalta Karlsson á síðasta sýningardegi

Á síðasta sýningardegi sýningarinnar ,,Svona geri ég" á verkum grafíska hönnuðarins Hjalta Karlssonar, verður Guðmundur Oddur Magnússon, Goddur, með leiðsögn fyrir almenning um sýninguna.

Godur nam myndlist í Reykjavík og grafíska hönnun í Vancouver í Kanada. Hann hefur kennt grafíska hönnun frá 1993, fyrst í Myndlistarskólanum á Akureyri og síðar í Myndlista- og handíðaskólanum og í Listaháskóla Íslands þar sem hann er prófessor í grafískri hönnun.

Íslenska
Lesa áfram

Síður

Subscribe to RSS - Leiðsögn