Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

sunnudagur, 8 febrúar, 2015 - 14:00 - 15:00
Vigdís Finnbogadóttir gengur um sýningu með gestum safnsins

Vigdís Finnbogadóttir mun ganga um sýningu á fatnaði frá forsetatíð sinni í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns. Hér gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar á bak við tjöldin. Hvaða meðvituðu ákvarðanir tók Vigdís fyrir opinberar heimsóknir um fataval? Hvaða hefðir hefur hún skapað? Hvaða reglum þurfti hún að fara eftir?

Margt forvitnilegt mun koma fram á þessari leiðsögn, við hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tækifæri til að njóta nærveru frú Vigdísar.

 

Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

 

Síðasti sýningardagur er 22. febrúar.  Allir velkomnir!